Hjóna með börnum og umgengnissamkomulag
Þjónustan er í boði fyrir
1. Aðila sem eru sammála um að óska eftir skilnaði,
2. barn undir 18 ára aldri er á heimilinu og aðilar eru sammála um lögheimili þess.
3. Aðilar eru í eignarlausu búi eða sammála um hvernig fjárskiptum skuli háttað.
4. Vilja fá sér umgengnissamning til staðfestingar hjá sýslumanni.
Hvað felst í samningnum ?
1. Sameiginleg umsókn ykkar til að óska eftir skilnaði.
2. Samningur um skilnaðarskilmála.
3. Samningur um lögheimili barns, forsjá og meðlag með því.
4. Lögfræðileg ráðgjöf er viðkemur skilnaðarferli ykkar ef þess er þörf
5. Umgengnissamningur barns/barna og foreldris
Í samningi 3 felast öll skjöl sem þarf til að óska eftir skilnaði ásamt aðgangi að lögfræðiaðstoð er snýr beint að skilnaðarferli ykkar. Vinsamlegast athugið að þegar börn undir 18 ára eru á heimilinu þarf auk ofangreinds sáttarvottorð frá presti eða forstöðumanni trúfélags.
Hvernig fer þetta fram ?
Þegar við höfum móttekið pöntun ykkar fer lögfræðingur yfir þær upplýsingar sem þið hafið látið í té og útbýr samninga ykkar um skilnaðarkjör.
Ef upplýsingarnar eru ófullnægjandi mun lögfræðingur hafa samband við ykkur með tölvupósti. Vinsamlegast athugið að það er ykkar hagur og á ykkar ábyrgð að upplýsingarnar séu réttar og ítarlegar.
Samningur um skilnaðarkjör ykkar verður svo sendur með pósti innan 2-4 virka daga. Tafir geta orðið ef málið er vandasamt og þar af leiðandi tekið lengri tíma.
Vinsamlegast fyllið út spurningarlistann hér fyrir neðan. Svara þarf öllum spurningum. Um leið og pöntun hefur verið móttekin er ekki hægt að afturkalla hana en engu að síður er hægt að breyta samningnum ef eitthvað hefur misfarist við pöntun.
Til að koma í veg fyrir falskar bókanir munum við ekki byrja á gerð samninga fyrr en greitt hefur verið inn á rkn. 1102-26-004602, kt. 460309-1310 eða greiðsluseðill verið greiddur og kvittun send á [email protected] með nöfnum ykkar sem athugasemd. Við bjóðum uppá greiðsludreifingu til 3 mánaða.