SKILNAÐUR

Að óska eftir skilnaði frá maka er stórt skref fyrir alla fjölskylduna. Að leita sér sérfræðiaðstoðar hjá t.d. hjónabandsráðgjafa er oft ágæt leið til að athuga hvort grundvöllur sé fyrir áframhaldandi hjúskap.

Ef þið hafið aftur á móti tekið þá ákvörðun að óska eftir skilnaði þá bjóðum við upp á einfalda, þægilega og góða þjónustu fyrir ykkur. Við bjóðum upp á allar gerðir samninga er tengjast skilnaðarferlinu. Það eina sem þið þurfið að gera er að fylla út þær upplýsingar sem við óskum eftir og samningurinn/samningarnir berast til ykkar í pósti.

Til að skilnaðurinn nái fram að ganga þurfið þið að fara með samninginn/samningana til sýslumanns og staðfesta hann/þá. Í sumum tilvikum þarf að koma með sáttarvottorð frá presti eða öðrum forstöðumanni trúfélags. Vinsamlegast athugið að panta þarf tíma hjá sýslumanni og borga gjald fyrir skilnaðarleyfi.

Hafðu samband

Almennt um skilnað

Hægt er að óska eftir skilnaði hjá sýslumönnum ef báðir aðilar eru sammála. Skilnaður skiptist í tvenns konar ferli

Skilnaður að borði og sæng
Flestir byrja á því að óska eftir skilnað að borði og sæng. Aðilar þurfa þá að bíða í 6 mánuði þar til hægt sé að óska eftir lögskilnaði. Með lögskilnaði er skilnaður hjóna endanlegur.

Panta þarf tíma hjá sýslumanni og meðal annars þurfa eftirfarandi gögn að fylgja með:

Samkomulag um fjárskipti
Samkomulag um forsjá, lögheimili og meðlag barna séu börn undir 18 ára fyrir hendi
Samkomulag um framfærslueyri ef því ber að skipta
Ofangreind atriði falla undir þá þjónustu sem við bjóðum uppá

Lögskilnaður
Hægt er að óska eftir lögskilnaði hjá sýslumönnum ef liðnir eru 6 mánuðir frá skilnaði að borði og sæng eða dómur gékk og báðir aðilar eru sammála

Hvor maki um sig á rétt á lögskilnaði eftir að eitt ár er liðið frá því að leyfi til skilnaðar að borði og sæng var veitt eða dómur gekk

Beinn lögskilnaður
Lögskilnaður á öðrum grundvelli t.d. vegna hjúskaparbrots, annar aðilinn fer fram á skilnað, vegna samvistaslita hjóna lengur en 2 ár eða vegna líkamsárásar er hægt að fá hjá sýslumönnum ef aðilar eru sammála um slíkt, annars ber að leita lögskilnaðar hjá dómstólum.

Panta þarf tíma hjá sýslumanni og meðal annars þurfa eftirfarandi gögn að fylgja með:

Samkomulag um fjárskipti
Samkomulag um forsjá, lögheimili og meðlag barna séu börn undir 18 ára fyrir hendi
Samkomulag um framfærslueyri ef því ber að skipta
Ofangreind atriði falla undir þá þjónustu sem við bjóðum uppá

Við hjá skilja.is bjóðum upp á þá þjónustu að gera fjárskiptasamninga ásamt aðrar gerðir samninga sem viðkoma skilnaðarferlinu hjá þeim aðilum sem eru sammála. Þið fáið senda heim þá samninga sem þið pantið og öll vinnan fer fram á netinu. Öruggt, þægilegt og einfalt.

Aftur á móti þurfið þið alltaf að mæta til sýslumanns til að staðfesta samningana með undirskrift ykkar eða senda umboðsaðila fyrir ykkar hönd með lögmætt umboð til að ganga frá skilnaðinum.

Við bjóðum upp á 3 konar samninga og eru þeir með fast verð. Fyrir þá sem eru sammála um að óska eftir skilnaði en vilja fá ítarlegri ráðgjöf og aðstoð bjóðum við upp á sérsniðna lögmannsþjónustu. Verðið fer eftir umfangi málsins og tímafjölda hjá lögfræðingi eða lögmanni